Viðskiptaskilmálar METAL ehf.

Allar vörur sem METAL ehf selur eru seldar með eignarréttarfyrirvara.

METAL ehf heldur eignarrétti að hinu selda þar til andvirði þess er að fullu greitt samkvæmt III. kafla, undirkafla G, laga nr. 75/1997 um samningsveð, Skuldaviðurkenningar og greiðsla með ávísunum, greiðslukortum eða öðrum áþekkum greiðslumiðlum afnema ekki eignarréttinn fyrr en full skil
hafa verið gerð.

Komi til vanskila er METAL ehf heimilt að taka hina seldu vöru til baka með eða án fyrirvara með aðstoð sýslumanns gerist þess þörf og skal andvirði þess sem þannig gengur aftur til METAL ehf dragast frá skuld kaupanda þegar varan hefur verið endurseld að því marki sem að nemur endursöluverði að frádregnum kostnaði METAL ehf. Kaupandi skuldbindur sig til að upplýsa seljanda hvenær sem hann óskar hvar varan er niðurkomin.

Greiðsluskilmálar

Viðskiptamönnum ber að greiða reikning í samræmi við þá skilmála sem á honum eru tilgreindir. Athugasemdir við útgefna reikninga skulu berast seljanda innan 15 daga frá útgáfudegi, að öðrum kosti telst reikningurinn réttur.

Reikningar gjaldfalla þann 1. næsta mánaðar frá útgáfudegi. Eindagi er þann 1. sama mánaðar. Séu reikningar ógreiddir á eindaga reiknast hæstu lögleyfðu dráttarvextir af reikningsskuldinni frá gjalddaga reikningsins.

Seljanda er heimilt að stöðva afhendingu er samið er um hana í áföngum, hafi greiðsla ekki borist vegna fyrri afhendinga. Stöðvun afhendingar er heimil fram að þeim tíma sem gjaldfallnar greiðslur hafa verið inntar af hendi eða lagðar fram fullnægjandi tryggingar fyrir þeim.

Afhending

Afhending vöru fer fram á athafnasvæði seljanda á umsömdum afhendingartíma nema um annað sé sérstaklega samið.

Afhendingardráttur

Verði dráttur á afhendingu vörunnar til kaupanda vegna aðstæðna sem seljandi fær ekki við ráðið (force majeure) ber seljandi ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna afhendingardráttarins. Hið sama á við verði afhendingardráttur á vöru vegna þess að hún kemur seint eða gölluð frá erlendum birgjum.

Afpöntun

Kaupanda er óheimilt að afpanta vöru ef um sérpöntun er að ræða nema gegn því að greiða seljanda allt það tjón sem hann verður fyrir vegna afpöntunarinnar, þ.m.t. útlagðan kostnað, geymslurými o.s.fv.

Skil á vöru

Seljandi tekur ekki við vöru sem kaupandi vill skila nema um lagervöru sé að ræða og að skilin fari fram innan 15 daga frá afhendingu vörunnar. Ekki er um endurgreiðslu að ræða í slíkum tilvikum heldur fær kaupandi inneignarnótu fyrir andvirði vörunnar. Skilyrði fyrir því að seljandi taki á móti vörunni er að hún sé í sama ásigkomulagi og við afhendingu. Kvartanir um galla á vöru skulu berast seljanda sem fyrst, helst skriflega og innan 8 daga frá afhendingu. Ef ástæður þess að vöru er skilað verða ekki raktar til mistaka seljanda og/eða galla á vörunni áskilur fyrirtækið sér rétt til að draga allan kostnað sem af þessu hlýst frá inneign kaupanda.

Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 eða eftir atvikum lög um þjónustukaup nr. 42/2000