Viðskiptaskilmálar METAL ehf.
1. Gildissvið skilmála.
Skilmálar þessir gilda um öll viðskipti Metal ehf. og eru hluti af samningi milli Metal ehf. og kaupanda um sölu og afhendingu á vörum og þjónustu.
Samningur milli Metal ehf. og viðskiptamanns telst kominn á þegar viðskiptamaður hefur staðfest pöntun á vöru og/eða þjónustu.
2. Greiðsluskilmálar.
Viðskiptamönnum ber að greiða reikning í samræmi við þá skilmála sem á honum eru tilgreindir. Athugasemdir við útgefna reikninga skulu berast seljanda innan 15 daga frá útgáfudegi, nema annað sé tekið fram, að öðrum kosti telst reikningurinn réttur.
Gjalddagi reikninga er 1. dagur næsta mánaðar frá útgáfudegi og eindagi 15 dögum síðar nema annað sé tekið fram. Séu reikningar ógreiddir á eindaga reiknast hæstu lögleyfðu dráttarvextir af reikningsskuldinni frá gjalddaga reikningsins og fram til greiðsludags.
3. Afhending og áhættuskipti.
Afhending vöru fer fram á athafnasvæði seljanda að Suðurhrauni 12b í Garðabæ á umsömdum afhendingartíma nema um annað sé sérstaklega samið.
Kaupandi ber fulla ábyrgð á vöru frá því tímamarki sem hún telst afhent til hans eða flutningsaðila ef um sendingu er að ræða, nema um annað sé sérstaklega samið. Sæki kaupandi vöru ekki á tilsettum tíma og það má rekja til kaupanda eða atvika sem hann ber ábyrgð á, flyst áhættan yfir á kaupanda þegar hlutur er honum til reiðu á umsömdum afhendingarstað. Ef samið hefur verið um annan afhendingarstað en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda þegar varan er afhent á umsömdum tíma og stað og kaupanda er kunnugt um að varan er tilbúin til afhendingar.
Þegar áhætta af hinni seldu vöru hefur flust yfir til kaupanda helst skylda hans til þess að greiða kaupverðið þótt varan kunni eftir það að farast, skemmast eða rýrna ef um er að ræða atvik sem ekki má rekja með beinum hætti til seljanda.
Ef kaupandi sækir ekki vöru á athafnasvæði seljanda innan fimm daga frá því að kaupanda var tilkynnt um að varan væri tilbúin til afhendingar, áskilur seljandi sér rétt til þess að krefja kaupanda um geymslugjald samkvæmt gildandi gjaldskrá seljanda.
4. Söluveð (Eignarréttarfyrirvari).
Allar vörur sem METAL ehf. selur eru seldar með söluveði seljanda (eignarréttarfyrirvara).
Á sölureikningi kemur fram að þar tilgreindar vörur séu háðar söluveði seljanda eða vísa þar um beint í viðskiptaskilmála METAL sem er að finna á heimasíðu félagsins.
Allar vörur sem METAL ehf. selur í reikningsviðskiptum eru veðsettar seljanda með söluveði uns kaupverð er að fullu greitt, sbr. 35.-42. gr. laga um samningsveð, nr. 75/1997. Skuldaviðurkenningar og greiðsla með ávísunum, greiðslukortum eða öðrum áþekkum greiðslumiðlum aflétta ekki veðsetningu fyrr en full skil hafa verið gerð.
5. Vanskil.
Stöðvun afhendingar.
Seljanda er heimilt að stöðva afhendingu ef samið er um hana í áföngum, hafi greiðsla ekki borist vegna fyrri afhendinga. Stöðvun afhendingar er heimil fram að þeim tíma sem gjaldfallnar greiðslur hafa verið inntar af hendi eða lagðar fram fullnægjandi tryggingar fyrir þeim.
Skil og riftun vegna vanskila.
Komi til vanskila er METAL ehf. heimilt að taka hina seldu vöru til baka án fyrirvara, með aðstoð sýslumanns gerist þess þörf. Andvirði þeirrar vöru sem METAL ehf. tekur til baka dregst frá skuld kaupanda þegar varan hefur verið endurseld, að því marki sem að nemur endursöluverði að frádregnum öllum kostnaði METAL ehf. og hugsanlegri rýrnun vöru sem tekin er til baka. Kaupandi skuldbindur sig til að upplýsa seljanda hvenær sem hann óskar hvar varan er niðurkomin.
Kostnaður vegna innheimtu skuldar.
Við gjaldfallna skuld leggst kostnaður við innheimtu hennar, þ.m.t. innheimtukostnaður vegna innheimtuviðvörunar, milliinnheimtu og löginnheimtu, sbr. innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Dráttarvextir reiknast ávallt frá gjalddaga.
Ef kaupandi greiðir ekki skuld sína við METAL ehf., innan þeirra fresta sem veittir eru með innheimtuviðvörun og milliinnheimtu er krafan send í löginnheimtu án frekari viðvörunar og þá kann að bætast við aukinn kostnaður, s.s. vegna innheimtuþóknunar lögmanns, dómsmálagjalda, auk annars kostnaðar vegna löginnheimtu. Kaupandi ber ábyrgð á öllum kostnaði sem af innheimtuaðgerðum leiðir.
Innheimtukostnaður og dráttarvextir falla undir söluveðrétt seljanda.
6. Afhendingardráttur.
Verði dráttur á afhendingu vöru til kaupanda vegna aðstæðna sem seljandi fær ekki við ráðið (force majeure) ber seljandi ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna afhendingardráttarins. Hið sama á við verði afhendingardráttur á vöru vegna þess að hún kemur seint eða gölluð frá innlendum eða erlendum birgjum.
7. Afpöntun.
Kaupanda er óheimilt að afpanta vöru ef um sérpöntun er að ræða nema gegn því að greiða seljanda allt það tjón sem hann verður fyrir vegna afpöntunarinnar, þ.m.t. útlagðan kostnað, geymslukostnað o.s.fv.
8. Skilaréttur kaupanda.
Seljandi tekur ekki við vöru sem kaupandi vill skila nema um lagervöru sé að ræða og að skilin fari fram innan 15 daga frá afhendingu vörunnar. Vara sem skilað er fæst ekki endurgreidd nema sérstaklega sé um það samið, heldur fær kaupandi inneignarnótu fyrir andvirði vörunnar. Skilyrði fyrir því að seljandi taki á móti vörunni er að hún sé í sama ásigkomulagi og við afhendingu, þ.m.t. að umbúðir séu óskemmdar og að varan teljist góð söluvara. Inneign er skráð á kaupanda vörunnar.
Ef ástæða þess að vöru er skilað verða ekki raktar til mistaka seljanda og/eða galla á vörunni sem seljandi ber ábyrgð á, áskilur seljandi sér rétt til að draga allan kostnað sem af skilum vörunnar hlýst, frá inneign kaupanda.
9. Ábyrgð og ábyrgðartakmörkun á hinni seldu vöru.
Metal ehf. ber ábyrgð á vöru samkvæmt lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000, með þeim takmörkunum sem skilmálar þessir setja.
Ábyrgð seljanda nemur aldrei hærri fjárhæð en kaupverði vörunnar.
Kaupandi vöru ber ábyrgð á að veita seljanda réttar upplýsingar um pöntun sína, þ.m.t. um stærð/mál efnis sem pantað er, gæði vörunnar og tegund vöru sem er pöntuð og fyrirhuguð not. Veiti kaupandi seljanda rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um framangreind atriði ber kaupanda eftir sem áður að greiða seljanda fullt verð fyrir vöruna til seljanda.
Kaupandi ber ábyrgð á uppgefnum málum. Við mælingar á efni skal ávallt stuðst við metrakerfið nema annað sé tekið fram.
Ef seljandi hefur milligöngu um vöru frá þriðja aðila með vitneskju og samþykki kaupanda, þá ber seljandi ekki neina ábyrgð á eiginleikum vörunnar.
Ef í ljós kemur á ábyrgðartíma að vara er haldin framleiðslu- og/eða efnisgalla sem seljandi ber ábyrgð á samkvæmt lögum eða samningi, má seljandi bæta á eigin kostnað úr gallanum með öflun varahluta, viðgerð eða nýrri afhendingu, eftir því sem seljandi kýs sjálfur. Kaupandi ber ábyrgð á að flytja vöru til viðgerðar.
Það telst ekki til galla ef vara hefur verið notuð eða farið með á annan hátt en ætlast er til samkvæmt almennum venjum eða leiðbeiningum seljanda.
Kaupanda ber skylda til þess að skoða vel hina seldu vöru við móttöku vörunnar. Allar kvartanir vegna vöru skulu berast til seljanda skriflega og innan 8 daga frá því að varan hefur verið afhent. Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna eiginleika söluhlutar sem hann varð var við eða mátti verða var við skoðun á hinu selda við kaupin.
Seljandi ber enga ábyrgð á hverskyns afleiddu tjóni sem verða kann vegna hinnar seldu vöru, hvort sem afleitt tjón stafar af bilun eða galla á vöru, notkun hennar, eiginleikum eða að hún henti ekki til þeirra nota sem kaupandi ætlaði.
Seljandi ber í engum tilvikum ábyrgð á rekstrartapi kaupanda eða öðru óbeinu tjóni hans, þ.m.t. tapaðri framlegð, fyrirhugaðri hagræðingu, sparnaði eða öðrum fjárhagslegum ávinningi, hvort sem tjónið verður rakið til galla, skemmda eða eyðileggingar á hinni keyptu vöru.
Ef seljandi verður talinn bótaskyldur gagnvart kaupanda samkvæmt skaðabótareglum takmarkast bótaskylda hans við vátryggingarsvið ábyrgðartryggingar og þá hámarksfjárhæð sem vátryggingarskírteini greinir.
10. Lögsaga og varnarþing.
Rísi ágreiningur milli samningsaðila á grundvelli samningsins þessa skal dómsmál um þann ágreining rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
11. Annað.
Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda lög um lausafjárkaup, nr. 50/2000, eða eftir atvikum lög um þjónustukaup, nr. 42/2000.